„Við erum ekki verri en strákar“

Stelpurnar í 5. flokki kvenna í FH fögnuðu sigri á ...
Stelpurnar í 5. flokki kvenna í FH fögnuðu sigri á Símamótinu á dögunum. mbl.is/Styrmir Kári

„Okkur finnst svo leiðinlegt að öll athyglin fer á strákana í boltanum og engin á okkur svo okkur langaði að búa til myndband og sýna hvernig okkur líður,“ segir Andrea Marý Sigurjónsdóttir, en hún og liðsfélagar hennar í 5. flokki kvenna í FH birtu í dag myndband þar sem þær vekja athygli á kynjamisrétti í knattspyrnu. 

Stelpurnar fóru saman á kvennaleik hjá FH á miðvikudag og tóku eftir því hversu fáir mættu á leikinn. „Það mætti varla einn fjórði þeirra sem mæta á karlaleiki,“ segir Andrea og bætir við að þær hafi í kjölfarið ákveðið að nú væri kominn tími til að gera eitthvað í málunum.

„Af hverju fá strákar mikið stærri bikara en stelpur?“

Andrea ásamt tveimur öðrum úr liðinu byrjuðu að gera prufumyndband í gær, og fengu þær svo restina af liðinu til að taka þátt með sér. Í myndbandinu setja þær spurningamerki við ýmislegt sem betur má fara til að jafnrétti kynjanna verði náð í íþróttinni.

„Af hverju fá strákar mikið stærri bikara en stelpur? Af hverju mæta miklu fleiri á strákaleiki en stelpuleiki? Af hverju eru strákaleikir sýndir í sjónvarpinu en ekki stelpuleikir? Af hverju eru strákar oftast krýndir íþróttamenn ársins en ekki stelpur? Af hverju fá strákar betri laun en stelpur í boltanum? Af hverju fá strákar meiri athygli en við?“ spyrja stelpurnar meðal annars í myndbandinu, og segjast ekki gefa strákunum neitt eftir. „Við erum ekkert verri en strákar í boltanum.“

„Búið að ákveða að strákarnir séu betri en við“

Stelpurnar benda á knattspyrnuþáttinn Pepsi-mörkin, þar sem aðeins er fjallað um karlkyns leikmenn, en engar konur. „Það er eins og það sé verið að segja við okkur að við séum ekki jafn góðar og strákarnir,“ segir Andrea og bætir við að þær fái að æfa með strákunum ef þær eru góðar, en strákarnir séu ekki látnir æfa með þeim.

Arna Sigurðardóttir, sem einnig er í liðinu, segist vera orðin þreytt á þessu kynjamisrétti. „Það er oft búið að ákveða að strákarnir séu betri en við, eins og þetta sé bara íþrótt fyrir þá. Það er líka búið að ákveða að stelpur geti ekki verið jafn góðar og strákar þó þær geti það alveg.“

Ætla sér í atvinnumennsku

Ljóst er að stelpurnar eru mjög metnaðarfullar í boltanum, en þær eru á leið að keppa þegar blaðamaður nær tali af þeim. Þær segjast hafa æft fimm sinnum í viku í sumar, og ætli sér að komast í atvinnumennsku þegar þær verði eldri. Liðið þeirra fagnaði sigri í 5. flokki kvenna á Símamótinu á dögunum og eru þær hvergi nærri hættar.

„Við ætlum að reyna að vekja athygli á þessu núna og segja frá því hvernig þetta er. Vonandi vekur það athygli,“ segir Andrea að lokum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið, en auk Andreu og Örnu eru þær Elísa Lana, Eydís Arna, Svanhildur Ylfa, Lára, Þórdís Ösp, Urður Vala og Tinna Sól í liðinu.

Dætur mínar tvær og liðið sem þær spila með í 5fl kvk FH ákváðu að búa til myndband.Hugmyndin var algerlega þeirra og þær fengu litla bróður sinn með í liðÞær spila fótbolta og þær elska það. Vonandi fá þær einhvern daginn svör við þessum spurningum:) #áframSTELPUR

Posted by Ebba Særún Brynjarsdóttir on Friday, August 21, 2015
ljósmynd/Ebba Særún
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Festi bílinn í polli

09:46 Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem hafði fest bifreið sína í polli og komst hvorki lönd né strönd. Var ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, á ferð eftir Hafnargötu í Keflavík en beygði síðan inn á lóð þar sem pollurinn var, en íslag leyndist á botni pollsins. Meira »

Ófært er á Klettshálsi og Kleifaheiði

09:29 Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Meira »

Útlit fyrir „gamaldags stórhríð“

09:11 „Fyrir norðausturfjórðunginn á landinu þá er veðrið að versna núna næstu tímana og verður orðið leiðindaveður seinnipartinn,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. „Vindstyrkur verður á bilinu 13-18 m/s og þegar það kemur snjókoma ofan í það, þá má búast við blindri stórhríð þar sem sést ekki neitt.“ Meira »

Handskrifaði 1736 viðurkenningar

08:49 Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo segir starfsfólkið ekkert síður stolt af því þegar fyrirtækin hljóta viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki“. Hún segist hafa gaman því að skrifa undir allar viðurkenningarnar því þannig segist hún alltaf vera að kynnast nýjum fyrirtækjum. Meira »

Þjálfarinn starfar áfram

08:15 Norski þjálfarinn sem lagði Hólmfríði Magnúsdóttur í einelti og beitti kynferðislegri áreitni mun halda núverandi þjálfarastarfi sínu. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins VG Meira »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...