Bananar og búningar í maraþoninu

Um 15 þúsund þátttakendur voru í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í morgun og mikill fjöldi var einnig mættur til að styðja við hlauparana bæði í Lækjargötu og á leiðinni sjálfri.

Kathrine Switzer, sem lauk fyrst kvenna Boston maraþoni sem skráður keppandi, sá um að ræsa hlauparana sem þutu af stað. 

Hlaupararnir haf safnað um 72 milljónum króna í áheit og stendur áheitasöfnunin yfir alveg fram að miðnætti á mánudag. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hlaupara skemmta sér konunglega í hlaupinu. Meðal annars má sjá maraþonmæðgurnar Steineyju Skúladóttur og Halldóru Geirharðsdóttur sem hlupu til styrktar UNICEF. Aðrir hlauparar á myndunum þurftu að taka stutt stopp til að teygja á þreyttum vöðvum á meðan aðrir háma í sig banana af miklum móð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert