Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar

Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar á ársfundi flokksins ...
Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar á ársfundi flokksins þann 5. september næstkomandi. mbl.is/Kristinn

Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartar framtíðar á ársfundi flokksins sem haldinn verður þann 5. september næstkomandi. Róbert Marshall ætlar einnig að láta af embætti þingflokksformanns flokksins.

Guðmundur og Róbert greindu flokksmönnum Bjartrar framtíðar frá þessu á fundi á fimmtudaginn. Guðmundur segist í samtali við mbl.is telja þessa ákvörðun þeirra vera skynsamlega og rétta.

„Mig langar að sjá flokkinn þannig að hann snúist ekki bara um einstaklinga. Auðvitað eigum við að skiptast á að ganga í þessi forystuhlutverk,“ segir Guðmundur en hann hyggst leggja fram tillögu á ársfundinum um að það verði formlega í lögum félagsins að einstaklingar skiptist á að gegna forystuhlutverkum í flokknum.

Slæmt gengi flokksins hafði áhrif á þessa ákvörðun

Aðspurður hvort slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum hafi haft áhrif á þessa ákvörðun segir Guðmundur svo vera, að hluta til.

„Auðvitað er gengið slæmt og þegar þær raddir vakna gæti verið skynsamlegt að skipta um fólk í forystu. Mér finnst alveg sjálfsagt að gera það,“ segir Guðmundur en bætir við að þeir Róbert muni sitja áfram á þingi. „Ég er ekki að fara neitt, og Róbert ekki heldur.“

Guðmundur segir engin átök vera innan flokksins en „fólk verður auðvitað hundfúlt þegar fylgið fer svona niður og er lengi niður. Það hefur slæm áhrif á stemninguna,“ segir hann.

Það er mikil einföldun að segja að gengi Bjartrar framtíðar velti á einum manni, eða einu embætti að sögn Guðmundar og telur hann að ákvörðun hans um að stíga til hliðar verði til þess að leysa úr læðingi kraft innan flokksins og að fleiri axli ábyrgð á slæmu gengi flokksins.

„Ég hef trú á okkar hugsjónum og þeim brýnu stefnumálum sem við tölum fyrir. Á tímum þar sem uppgangur er í einangrunarhyggju og þjóðernispopúlisma er mjög mikilvægt að Björt framtíð sé til,“ segir Guðmundur.

Guðmundur kaus að tjá sig ekki um hver væri líklegur eftirmaður hans í embætti, og segir ákvörðunina vera í höndum flokksmanna Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, sem greindi fyrst frá því að Guðmundur ætlaði að láta af formannsembættinu, hefur Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, verið nefnd sem mögulegur eftirmaður Guðmundar.

„Ég myndi segja að það væri skynsamlegt að annar formaðurinn sæti á þingi, en flokksmenn ráða þessu bara. Það er fullt af frambærilegu fólki í Bjartri framtíð,“ segir hann.

Róbert Marshall lætur af embætti þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á ársfundi ...
Róbert Marshall lætur af embætti þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á ársfundi Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

15:55 Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »

Hjúkrunarfræðingar ávísi getnaðarvörnum

15:47 Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, verði frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu að lögum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarpið fram á Alþingi og kynnti hún efni þess á ríkisstjórnarfundi á dag. Meira »

Skútuþjófurinn yfirheyrður í gær

15:44 Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á skútuþjófnaði á Ísafirði aðfaranótt sunnudags miðar vel samkvæmt Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni. Maður var handtekinn um borð í skútunni á Rifi á Snæfellsnesi á sunnudag og úrskurðaður í farbann í gær. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

15:41 Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Spyr um þýðingarstefnu ráðuneytanna

15:30 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sent öllum ráðuneytunum níu fyrirspurn þess efnis hvort íslensk lög og reglugerðir á vegum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra hafi verið þýdd á önnur tungumál. Meira »

Netþrjótar náðu til 2.500 Íslendinga

15:13 Öryggisbrestur sem varð hjá Facebook í síðasta mánuði hafði áhrif á tæplega 2.500 notendur samfélagsmiðilsins á Íslandi. Persónuvernd tekur þátt í rannsókninni ásamt persónuverndarstofnunum annarra EES-ríkja. Meira »

Mál gegn hjónum þingfest í næstu viku

15:08 Mál gegn hjónum sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dótt­ur sinni og stjúp­dótt­ur verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn í næstu viku. Verður þinghald lokað eins og vaninn er í kynferðisbrotamálum. Meira »

„Hættum að plástra kerfið“

14:24 „Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með manneskjum sem vilja fá hjálp og vilja hætta að neyta eiturlyfja en rekast á veggi í kerfinu aftur og aftur og aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Meira »

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

13:46 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Telur að lögbannskröfu verði hafnað

13:43 „Ég tel ljóst að henni verði hafnað,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tekna.is, við fyrirspurn mbl.is vegna lögbannskröfu á hendur vefsíðunni tekjur.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sagði að ákvörðun um lögbann yrði ekki tekin í dag. Meira »

Óboðinn gestur hreiðraði um sig í sófa

13:32 Óboðinn ölvaður gestur heimsótti heimili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og hreiðraði um sig í sófa í stofunni. Húsráðandi var á efri hæð að horfa á sjónvarp þegar hann heyrði umgang á neðri hæðinni. Meira »

Léleg fjármálastjórn aðeins hluti vandans

13:23 Léleg fjármálastjórn Félagsbústaða er aðeins eitt merkið um vondan rekstur og þörf er á róttækum aðgerðum eigi að byggja upp traust milli leigjenda félagslegt húsnæðis í Reykjavík og borgarinnar og stofnana hennar. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

13:21 Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

13:14 Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

„Var fyrst og fremst nörd“

12:55 Athafnarmaðurinn Paul Allen var flókin persóna sem hafði mörg áhugamál, allt frá gítarleik yfir í tækniþróun og rannsóknir á hafsbotni og fornminjum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og vinur Allen ræddi við mbl.is um rannsóknarferðir þeirra víða um heim og hvernig mann Allen hafði að geyma. Meira »

Saka formann framkvæmdaráðs Pírata um trúnaðarbrest

12:51 Sindri Viborg, sem var kjörinn formaður framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins fyrir rúmum tveimur vikum, hefur sagt sig úr ráðinu sem og flokknum. Ásamt honum hafa þrír af tíu fulltrúum framkvæmdaráðsins sagt af sér. Eftir sitja sex fulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa. Meira »
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...