Röndin á leið út í lónið

Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón, 10. október 2014. Esjufjallarönd, svarta röndin sem ...
Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón, 10. október 2014. Esjufjallarönd, svarta röndin sem liggur niður jökulinn miðjan, á upptök frá Skálabjörgum, Esjubjörgum og Austurbjörgum í Esjufjöllum. mynd/Snævarr Guðmundsson

Hratt hop Breiðamerkurjökuls veldur því að Esjufjallarönd og jökullinn vestan við hana hliðrast nú til austurs. Miðað við áframhaldandi sambærilegt niðurbrot jökulsins stefnir röndin út í Jökulsárlón á næstu þremur til fimm árum, að sögn Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra hjá Náttúrustofu Suðausturlands.

Esjufjallarönd er urðarrani sem myndast úr efni úr Esjufjöllum sem jökullinn rýfur þegar hann strýkst við hlíðar þeirra. Hún liggur niður allan jökulinn og aðskilur Esjufjallajökul, miðarm Breiðamerkurjökuls, og Norðlingalægðarjökul sem skríður fram í Jökulsárlón.

Norðlingalægðarjökull liggur í nokkurs konar rennu sem nær 200-300 metra niður fyrir sjávarmál en jökullinn vestan við hana stendur nokkuð flatt. Snævarr segir að nú liggi Esjufjallarönd í raun yfir hliðinni á rennunni sem Norðlingalægðarjökull liggur í og Jökulsárlón er hluti af. Neðsti hluti randarinnar sé landfastur og því hlykkist hún til austurs.

Líkan af botni Breiðamerkurjökuls. Rauða brotalínan sýnir hvernig Esjufjallarönd lá ...
Líkan af botni Breiðamerkurjökuls. Rauða brotalínan sýnir hvernig Esjufjallarönd lá árið 2004.

„Þynningin á þessu svæði og þessi kelfing sem kölluð er, þegar jakar brotna af jöklum út í lón, er farin að valda því að jökulyfirborðið hefur lækkað svo gríðarlega að jökullinn fer að draga til sín ísinn frá umhverfinu. Vegna þess að jökullinn er að lækka svo þar sem lónið er, þá leitar jökullinn við hliðina sem stendur hærra í áttina að lægðinni,“ segir Snævarr.

Því hnígur stærri hluti Breiðamerkurjökuls og Esjufjallarönd nú í áttina að Jökulsárlóni. Samanburður á gervihnattamyndum og leysimælingum á jöklinum benda til þess að Esjufjallarönd hafi verið farin að sveigjast örlítið á átta kílómetra kafla ofan við sporðinn í kringum árið 2006. Hliðrunin hafi verið að meðaltali um fimm metrar efst á röndinni en 30-40 metrar þar sem hún hefur gengið hraðast fyrir sig. Sveigjan varð þó fyrst áberandi eftir 2012.

Hopar af völdum loftslagsbreytinga

Þessar breytingar eru afleiðing af hröðu hopi jökulsins sem tilkomið er vegna loftslagsbreytinga eiga sér nú stað á jörðinni. Snævarr segir að þetta sé einn vitnisburður þeirra.

„Það vita allir að jökullinn er að hopa en hvernig hann hopar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir jökulheildina er þessi. Þetta er náttúrufyrirbrigði sem er að gerast núna og á næstu árum sem er mjög spennandi að fylgjast með,“ segir Snævarr.

Á síðustu fimm árum hafa um 700-1.000 metrar af ís brotnað af jöklinum næst Esjufjallarönd. Þegar horft er til framtíðar segir Snævarr að líklegt séð að röndin verði farin að brotna út í Jökulsárlón eftir nokkur ár.

„Ef við gefum okkur það að sambærilegt niðurbrot haldi áfram þá gæti þetta verið á næstu þremur til fimm árum sem röndin verður byrjuð að stefna út í lónið. Fremsti hlutinn af þessari urð mun síðan bráðna á einhverjum áratugum og skilja eftir sig hrúgöld,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Rannsókn hefst í fyrramálið

21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »