Þurfti að ritskoða kommentin í spilið

Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur hefur hannað Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil.
Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur hefur hannað Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil. mbl.is/Styrmir Kári

Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk mig til að fara af stað með spilið. Það má eiginlega segja að ef ég hefði gefið spilið út fyrir 20 árum gæti það heitið Þjóðarsálin,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur um Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil sem hann er höfundur að. Hægt er að prufa frumgerðina af spilinu í búðunum Spilavinir og Nexus. Spilið verður fjármagnað í gegnum Karolinafund og ef markmiðið næst þá gefst almenningi kostur á að kaupa eintak fyrir jólin.

Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst spilið um að búa til kommentakerfi eða athugasemdakerfi á netmiðli. Hver spilari fær 10 „komment“ á hendi. Í hverri umferð er einn ritstjóri sem leggur út fyrirsögn. Hinir spilararnir leggja síðan „komment“ í púkkið. Ritstjórinn velur kommentið sem honum þótti skemmtilegast í samhenginu og spilarinn sem lagði það út fær stig.

Þegar textinn er settur í nýtt samhengi þá verður útkoman hlægileg og afkáraleg, jafnvel eðlilegustu athugasemdirnar geta orðið stórfyndnar.

Raunverulegar athugasemdir

Athugasemdirnar eða kommentin eru langflest byggð á raunverulegum athugasemdum þar sem greinamerkjasetning, innsláttar- og málfarsvillur fá að halda sér.

„Fólk sleppir því oft að lesa fyrirsagnir og kemur svo með persónulega skoðun á efninu í kommentakerfin, en þar getur fólk rifist um allt,“ segir Óli Gneisti og vísar sérstaklega til þeirra sem eru einstaklega virkir í athugasemdum.

Þeir sem skoða ummæli á netmiðlum vita að þau geta oft verið vægast sagt hatursfull. Ritskoðun var því óhjákvæmileg. „Ég er ekki með þessi ógeðslegu komment, t.d. þau sem lýsa hrikalegri kvenfyrirlitningu,“ segir hann.

Óli Gneisti segir að vissulega þá hugsi þátttakendur í spilinu: „Að hugsa sér að það sé til fólk sem situr heima hjá sér og skrifar þetta.“ Hann telur þó ólíklegt að þeir sem kannast við ummæli sín muni bregðast illa við. „Þetta er góð leið til að fá fólk til að hugsa aðeins hvað það lætur út úr sér á netmiðlum og sumir hafa bara gott af því. En ég held að sumir líti á kommentin sem einhvern leik þar sem það fer í annan karakter og lætur þá allt flakka. Það eru oft hlutir sem fólk segir kannski í litlum hópi góðra vina á kaffistofunni í vinnunni sem rata þarna inn.“

Spilið getur því einnig nýst vel þegar verið er að ræða við börn og unglinga um netið og hvernig æskileg hegðun er þar inni.

Forfallinn borðspilari

Spilið er undir áhrifum borðspils sem nefnist á ensku, Card Against Humanity eða Spil á móti mannkyninu, sem ku víst vera bráðfyndið. Óli Gneisti gerði heiðarlega tilraun til að þýða spilið yfir á íslensku en spilið byggir á orðaleik og eyðufyllingu. „Ég sá að fullt af tilvísunum fóru fram hjá fólki þó það væri gott í ensku. Fljótlega sá ég að íslenskan hentar ekki vel í þetta spilform með öll sín föll og tíðir,“ segir Óli Gneisti.

Hann hófst því handa við að búa til nýtt spil sem hann byrjaði á að prenta út á heimilsprentarann.

„Það er gamall draumur að gefa út spil,“ segir hann. Kommentakerfið er ekki fyrsta hugmyndin að spili sem hann hefur fengið. „Ég hef fengið fullt af hugmyndum að spilum en margar þeirra hafa ekki verið nógu góðar en ein varð næstum því að veruleika. Hver veit nema rykið verði dustað af henni á ný.“

Söfnun fyrir verkefninu er hafin á Karolinafund. Stefnt er að því að ná að lágmarki fimm þúsund evrum, eða ríflega 700 þúsund krónum, til að standa straum að prentkostnaði. Óli Gneisti er vongóður um að ná markmiðinu.

Hægt er að styrkja verkefnið á vefsíðu Karoliafund

 og fylgjast með á facebook undir kommentakerfið.

Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk ...
Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk mig til að fara af stað með spilið. Það má eiginlega segja að ef ég hefði gefið spilið út fyrir 20 árum gæti það heitið Þjóðarsálin,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson þjóð- fræðingur um Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil sem hann er höfundur að. mbl.is/Styrmir Kári
Spilið byggir á athugasemdum á kommentakerfum á hinum ýmsu netmiðlum. ...
Spilið byggir á athugasemdum á kommentakerfum á hinum ýmsu netmiðlum. Í spilinu eru athugasemdirnar settar í nýtt samhengi sem kitla oftar en ekki hláturtaugarnar. mbl.is/Styrmir Kári
Kommentakerfið er nýtt íslenskt borðspil eftir Óla Gneista Sóleyjarson.
Kommentakerfið er nýtt íslenskt borðspil eftir Óla Gneista Sóleyjarson. Styrmir Kári
Styrmir Kári
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Fjármagn í fangelsin

05:30 Skortur á meðferðarúrræðum og heilbrigðisþjónustu fyrir fanga sem eru langt leiddir af fíknisjúkdómum er „alvarlegt mál og aðkallandi“, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »

Sérsveitin brást við 200 vopnaútköllum

05:30 Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.  Meira »

Betur gengur að manna skólana

05:30 Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frístundaheimilum. Enn skortir á að allar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst. Meira »

Burðargjald með SMS

05:30 Pósturinn hefur á undanförnum árum boðið upp á SMS-frímerki þar sem númer er skrifað á umslögin í stað þess að líma á þau frímerki. Hægt er að póstleggja bréfin þannig merkt. Meira »

Andlát: Niels Jensen

05:30 Niels Jensen, útgerðarmaður og ræðismaður Íslands í Hirtshals í Danmörku, lést sl. miðvikudag 76 ára að aldri. Niels fæddist í Hirsthals 29. apríl 1943. Hann útskrifaðist sem skipamiðlari í Kaupmannahöfn árið 1965. Meira »

Andlát: Erna Finnsdóttir

05:30 Erna Finnsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gærmorgun, 95 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Jón Magnússon

05:30 Jón Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður, lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 22. ágúst sl. á 90. aldursári.   Meira »

Taka með sér sápukúlur í hlaupið

Í gær, 22:10 Fjöldi þeirra sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun mun hlaupa til styrktar góðum málefnum. Í þeim hópi verður tæplega 80 manna hópur klæddur gulum bolum sem mun hlaupa til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í minningu Kristínar Halldórsdóttur, sem var tveggja ára er hún lést. Meira »

Ekki skortur á kjúklingakjöti

Í gær, 22:00 „Aðalatriðið er að fara í aðgerðir sem útiloka að þetta breiðist út og verði landlægt. Við erum í góðu samstarfi við MAST í þeim aðgerðum,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastóri Reykjagarðs. Meira »

Bíll alelda við lögreglustöðina

Í gær, 21:28 Bíll er alelda á bílastæði við lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Slökkviliðið er að störfum að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er talin hætta á að eldur berist í nærliggjandi hús. Meira »

Samkomulag náðst og dómsmál fellt niður

Í gær, 20:50 Samkomulag hefur náðst milli VR, Lífeyrissjóða verzlunarmanna og fráfarandi stjórnarmenn lífeyrissjóðsins sem tilnefndir voru af VR. Dómsmál sem rekið hefur verið vegna tilnefningar í stjórnina verður fellt niður. Meira »

1.000 bombur á 7 mínútum

Í gær, 20:15 Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn. Meira »
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...