Sá inniskó fljóta eftir götunni - myndir

Vatn blandað mold og leðju flæddi niður hlíðina á Siglufirði í dag og hefur vatn flætt inn í nokkur hús í bænum. Búast má við að smám saman dragi úr rigningu og ætti að stytta upp að mestu seint í nótt og í fyrramálið á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum, segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Frétt mbl.is: Styttir upp í nótt og á morgun

Veðurstofa Íslands varar á vef sínum við aukinni hættu á skriðuföllum og er bent á að gæta beri varúðar við vatnsföll.

Þórir Kristinn Þórisson sem tók margar af þeim myndum sem birtast í þessari syrpu ók um bæinn eftir hádegi og segir drullugt vatn flæða niður hlíðina í gegnum bæinn. Eins og sjá má á myndum og myndskeiði sem fylgja fréttinni renna brúnir taumar af drullugu vatni í gegnum grasi gróna garða bæjarins og fossa yfir göturnar. Hilmar Magni Gunnarsson á einnig margar myndir í syrpunni.

Frétt mbl.is: Íbúar reyna að bjarga eignum

„Ég er að horfa á Hvanneyrarána sem kemur niður hjá gömlu rafstöðinni og hún er búin að taka í sundur Hólaveg og flæðir hérna niður. Hún er komin upp fyrir brúna sem er við Fossveg og flæðir yfir hann. Það er spurning hvort hann fari jafnvel líka,“ segir Þórir. „Við vorum að keyra eftir einni götu og þá kom inniskór fljótandi yfir götuna.“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/i/165770/" style="border: 0;" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert