Vilja lögbann á að Arla noti „skyr“

Arla skyr
Arla skyr

Sænska stórfyrirtækið Arla hefur markaðssett eigin framleiðslu á skyri víða í Evrópu síðustu mánuði.

Fyrirtækið hefur kostað miklu til í markaðssetningu, t.d. í Bretlandi og Þýskalandi, og höfðað til íslensks uppruna skyrsins með margvíslegu myndefni frá Íslandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í Noregi og Finnlandi er skyr skrásett sem vörumerki í eigu Mjólkursamsölunnar og samstarfsaðila. Lögbannsbeiðni verður lögð fram í Helsinki á mánudag þess efnis að Arla fái ekki að nota heitið skyr á framleiðslu sína þar í landi. Skyrinu hefur verið einstaklega vel tekið í Finnlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »