„Rótlausir kennitöluflakkarar í pólitík“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þegar bent er á að flokkurinn er að miklu leyti samansafn rótlausra kennitöluflakkara í pólitík ætlar allt um koll að keyra hjá sama fólkinu og þykir allt í lagi að saka aðra stjórnmálamenn um spillingu, frændhygli, sérhagsmunagæslu og þaðan af verra,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag um Pírata. Segir hann undarlega viðkvæmni í gangi gagnvart þeim. Einhverra hluta vegna séu þeir eini stjórnmálaflokkurinn sem ekki megi gangrýna. 

„Betra er auðvitað að gagnrýna stefnu Pírata, þar sem hana er að finna, en benda á rótleysi einstakara framámanna þeirra. En bæði stefna og menn skipta máli við stjórn landsins. Sundurlaus hópur með illa ígrundaða stefnu í mestu hagsmunamálum þjóðarinnar er ekki líklegur til að ná árangri. Það nefnilega skiptir máli hverjir og hvernig stjórnað er. En það hefur alltaf verið auðvelt að selja frasa um aukið lýðræði, borgarleg réttindi, arðinn til þjóðarinnar og almenna góðmennsku. Og bíta svo höfuðið af skömminni með því að saka aðra um populisma,“ segir hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina