Ekki hámark á fjölda flóttafólks

„Við höfum lagt áherslu á að setja ekki hámarkstölu á það sem við erum að tala um,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, um hversu margt flóttafólk gæti komið til landsins. Hún segir ráðherranefnd um málefni flóttafólks og hælisleitenda sérstaklega horfa til ástandsins í Sýrlandi. 

Hún segir þá mikilvægt að líta til þess að þegar séu hælisleitendur og flóttamenn á landinu sem þurfi hjálp, sérstaklega geti fólk hjálpað til með því að veita því fólki atvinnu.

mbl.is ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Eygló að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina