Söfnuðu 5 milljónum í vikunni

„Fólk fer að fá sig fullsatt af erfiðum og hræðilegum myndum og sögum frá Miðjarðarhafinu  og fólk sér ríki loka landamærum og beita kylfum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Í kjölfarið hafi eitthvað mjög sérstakt gerst á meðal landsmanna en samtökin hafa safnað 5 milljónum í vikunni.

Hann bendir á að í nágrannaríkjum Sýrlands sé margfalt fleira flóttafólk en streymir inn í Evrópu. Tyrkland sé búið að taka við 1,7-1,8 milljón flóttamönnum og langfæstir búi í skipulögðum flóttamannabúðum ástandið endurspegli aukna hörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert