Alþingi á að treysta fólki betur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í kvöld.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í kvöld.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir ástæðu sögulega lágs trausts fólks í landinu til Alþingis megi rekja til þess lágs trausts Alþingis til fólks í landinu, skorts á frelsi einstaklinga og atvinnulífs.

Sagði hann í ræðu sinni við setningu 145. löggjafarþings að stærstu framfaraskref sögunnar hafa verið stigin þegar ákvarðanir um aukið frelsi til fólks í landinu hafi verið stigin á Alþingi.

Rifjaði hann upp að ýmis mál sem í dag þykja sjálfsögð hafi verið breytt á Alþingi, t.d. bjórbanninu aflétt, útvarp gert frjálst og konum veittur kosningaréttur.

Sagði Bjarni þetta vera umhugsunarefni fyrir Alþingi, nú þegar þingið sé í þeirri stöðu að fólk beri ekki meira traust til stofnunarinnar en raun ber vitni. „Við erum ekki enn farin að treysta fólki til samræmis við það sem fólk telur að það eigi að fá frá þinginu,” sagði Bjarni.

„Röng skilaboð að treysta fólki ekki til þess að sækja áfengi í verslanir“

Bjarni taldi til nokkur dæmi frelsis sem hann sagði vera mikil þjóðþrifamál.

„Síðast í dag heyrðum við frá atvinnulífinu um að tryggingagjaldið yrði lækkað frekar,” sagði Bjarni. Með því væri verið að óska eftir því að álögnum á atvinnulífið verði aflétt frekar til þess að hugmyndir fái þar að blómstra og hægt sé að ráða fleira fólk í vinnu. „Það er í eðli sínu frelsismál,” sagði Bjarni.

Hann sagði að þingið ætti að nálgast málin með frelsið að leiðarljósi. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir,” sagði tók hann sem dæmi.

„Við skiljum meira eftir hjá fólki til að ráða sínum málum. Niðurfelling tolla er líka frelsismál. Þetta snýst um frelsi neytenda til að sækja sér vörur án óhóflegrar neyslustýringar af hálfu ríkisins,” sagði Bjarni og bætti við að tollar séu í dag lægra hlutfall af ríkistekjum en þeir voru áður.

Minntist Péturs Blöndal

Ekkert Norðurland er með lægra almennt virðisaukaskattþrep en Ísland, hélt Bjarni áfram. Staldraði hann þar við og minntist Péturs Blöndal, f.v. Alþingismanns, sem féll frá í lok júní sl.

„Þegar ég tala um frelsi og ábyrgð í ríkisfjármálum þá leitar hugurinn til Péturs Blöndal, sem er ekki með til að fylgja þeirri umræðu á lofti. Ég er viss um að hann kunni að meta það, hvaðan sem hann horfir, að við höldum þeirri umræðu á lofti. Það skiptir máli fyrir framfarir á landinu,” sagði Bjarni

Að lokum gerði Bjarni nýja stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann búið að leggja gríðarlega mikla vinnu í að rýna stjórnarskránna, hverju eigi að breyta. Þó að skiptar skoðanir séu um það hversu langt eigi að ganga, sagði Bjarni að sé raunverulegur vilji á meðal flokka um breytingar, sé hægt að gera markverðar breytingar á stjórnarskránni sem verði þjóðinni til framfara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert