Verulegt magn fíkniefna

Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. Myndin er úr safni.
Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. Myndin er úr safni. mbl.is/Steinunn

Héraðsdómur Austurlands hefur úrskurðað hollenskt par í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Parið var handtekið eftir að verulegt magn fíkniefna fannst húsbíl þeirra um borð í Norrænu, sem kom til Seyðisfjarðar í gær.

Fjölmiðlar hafa greint frá því að um hvítt efni sé að ræða og talið sé að magnið sé á bilinu 70-90 kíló. Rannsóknin er á forræði lögreglunnar á Austurlandi, sem hefur hvorki viljað gefa upplýsingar um heildarmagnið né hvers konar efni sé að ræða. Það á hins vegar eftir að fara í efnagreiningu. 

Lögreglan segir hins vegar að magnið sé verulegt og ljóst þykir að þetta sé einn mesti fíkniefnafundur í Íslandssögunni.

Fram kemur á vef RÚV að, parið hafi verið flutt til Reykjavíkur í dag.

Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu nú á sjöunda tímanum:

„Við komu ferjunnar Norrönu til Seyðisfjarðar þann 8. þ.m. var lagt hald á verulegt magn fíkniefna.   Málið var unnið í samstarfi lögreglustjórans á Austurlandi, embættis Tollstjóra, lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og færeyskra tollayfirvalda.

Erlent par á fimmtugsaldri var handtekið  í þágu rannsóknar málsins og hafa þau verið úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald.

Rannsókn málsins er á frumstigi og frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.“

Tugir kílóa af fíkniefnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert