Mega heita Júlíhuld og Gígur

Val á nafni barns getur verið vandasamt.
Val á nafni barns getur verið vandasamt. Ásdís Ásgeirsdóttir

Íslenskar stúlkur mega ekki heita Alexstrasza. Þær mega aftur á móti heita Alexstrasa. Beiðni um báða rithættina barst mannanafnanefnd. Íslenskir drengir mega ekki bera nafnið Bjarkarr.

Þetta kemur fram í úrkskurðum nefndarinnar sem birtir voru nýlega.

Þar segir einnig að íslenskar stúlkur megi heita Jarla, Júlíhuld, Húna, Stasía og Marzibil. Þær mega aftur á móti ekki heita Anya. Þá mega íslenskir drengir heita Gígur og Willy.

Í úrskurði mannanafnaefndar þar sem nafninu Alexsrasza var hafnað segir að ritháttur nafnsins sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem samhljóðin sz eru ekki rituð saman í íslensku. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn og hefur hann ekki gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert