Ræða við fjölskyldu Frakkans

Florian Maurice Francois Cendre. Myndin er tekin í Frakklandi í …
Florian Maurice Francois Cendre. Myndin er tekin í Frakklandi í lok árs 2013 eða byrjun árs 2014. Ríkislögreglustjóri

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki fengið neinar vísbendingar um ferðir franska ríkisborgarans Florians Maurice Francois Cendre hér á landi eftir að óskað var eftir upplýsingum á miðvikudaginn. 

Lögreglan reynir nú að komast að því hver tilgangur ferðar unga mannsins hingað til lands var og hefur meðal annars rætt við fjölskyldu hans. 

Líkt og kom fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi sem send var út síðastliðinn miðvikudag vinnur lögregla enn að rannsókn líkfundarins í Laxárdal í Nesjum. Cendre kom með flugi til Íslands 1. október 2014 og gisti eina nótt á hóteli í Reykjavík.

Daginn eftir fór hann með flugi frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans. 

Lögreglan biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar um ferðir Cendre, eða telur sig hafa séð til hans eftir komu hans til Íslands 1. október 2014, að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi sudurland@logreglan.is eða í síma 444-2000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert