Staðsetning Landspítalans umdeild

Ein bygginga Landspítalans við Hringbraut.
Ein bygginga Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Ómar

38,4% þeirra sem spurðir voru um afstöðu til staðsetningar Landspítalans sögðust ósáttir við að hafa hann við Hringbraut, en 35,5% eru fylgjandi núverandi uppbyggingaráformum. 26,1% þeirra sem spurðir voru tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem MMR vann fyrir samtökin Betri spítali. Samtökin létu gera tvær kannanir þar sem spurt var hvar fólki hugnaðist að hafa Landspítalann. Í þeirri fyrri var boðið upp á fjölda svarmöguleika. Flestir vildu þá að spítalinn risi við Hringbraut í Reykjavík, 31,2%, en 29,3% vildu að spítalinn risi við Vífilsstaði. Fossvogur, ósar Elliðaáa og Keldur komu einnig til greina.

Þegar svarmöguleikum var hins vegar fækkað niður í tvo og fólk beðið að velja milli Hringbrautar og Vífilsstaða sögðust 59% kjósa heldur Vífilsstaði en 41% Hringbraut. Fyrri könnunin var gerð dagana 22. til 29. júlí en sú seinni 31. ágúst til 3. september.

Könnunina má sjá í heild hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert