Benjamín Ólafsson fundinn

Norska björgunarskipið Siem Pilot.
Norska björgunarskipið Siem Pilot. AFP

Benjamín Ólafsson, sem leitað hefur verið á Sikiley, er fundinn á lífi. Þetta staðfestir móðir hans í samtali við mbl.is. Leit hófst eftir að ekkert hafði spurst til Benjamíns frá því hann yfirgaf norska björgunarskipið Siem Pilot, sem hann er skipverji á, um miðja nótt á mánudag.

Móðir Benjamíns Ragnheiður Benjamínsdóttir, tvær systur hans og mágur komu til bæjarins Cat­ania á Sikiley í gærkvöldi til þess að aðstoða við leitina að honum. Aðspurð sagðist Ragnheiður ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu að öðru leyti en því að hann væri fundinn, hann væri á lífi og að hún væri á leiðinni að sækja hann.

Uppfært 20:56:

Fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins NRK í kvöld að Benjamín sé við góða heilsu.

mbl.is