Jarðskjálftinn sást á mælum á Íslandi

Af Facebook-síðu Veðurstofunnar

Jarðskjálftinn sem varð í Síle í gærkvöldi kl. 22:54 sást greinilega á jarðskjálftamælakerfi Veðurstofunnar. Skjálftinn mældist 8,3 stig.

Fyrstu bylgjur mældust hér á landi um 15 mínútum eftir að skjálftinn varð. Á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af Facebook-síðu Veðurstofunnar, má sjá yfirborðsbylgjur sem sáust á skjálftamælum víða um land um klukkustund eftir að skjálftinn reið yfir.

Jarðskjálftinn varð á flekamótum þar sem Nazcaflekinn fer undir Suður-Amerikuflekann. Upptakahreyfingar skjálftans voru samgengishreyfingar, samkvæmt útreikningum evrópsku og bandarísku jarðskjálftamiðstöðvanna. Vegna rúmmálsbreytinga á sjávarbotni á upptakasvæði skjálftans fylgdi flóðbylgja í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert