Myndi hafa mest áhrif á landsbyggðarhótel

Ísraelar sem koma hingað til lands eru ekki taldir sérstaklega …
Ísraelar sem koma hingað til lands eru ekki taldir sérstaklega í talningum Ferðamálastofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga ísraelskar vörur í innkaupum borgarinnar verður til þess að færri Ísraelar heimsæki Ísland þá mun það koma verr niður á hótelum á landsbyggðinni en í höfuðborginni.

Þetta kemur fram í grein á vef Túrista.is, en þar eru daglega sagðar fréttir af ferðaþjónustunni.

Ástæðan er sú, segir í frétt Túrista, að Ísraelar er sá hópur ferðamanna hér á landi sem er langlíklegastur til að gista út á landi. Af þeim 16.493 gistinóttum sem ísraelskir ferðamenn bókuðu á íslenskum hótelum í fyrra þá voru aðeins 31% þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það er langt undir meðaltalinu því í fyrra voru 69% þeirra gistinátta sem útlendingar keyptu á íslenskum hótelum í Reykjavíkursvæðinu. 

Heimsóknir Ísraela hingað til lands einskorðast nánast við sumarmánuðina en á síðasta ári var vægi ísraelska hótelgesta tæplega 1% á landsvísu, segir ennfremur í fréttinni. 

Þar er einnig vakin athygli á því að ekki er vitað hversu margir Ísraelar koma hingað til lands því þeir eru ekki taldir sérstaklega í talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. 

Sjá ítarlega frétt Túrista í heild hér en þar er m.a. einnig fjallað um að mikil eftirspurn Ísraela eftir Íslandsflugi hafi komið framkvæmdastjóra Lufthansa á óvart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert