Víglundur: Fúskað í fjármálaráðuneyti

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár.
Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár. mbl.is/Kristinn

„Það fyrsta sem þú þarft að gera er að opinbera öll gögn um samninga við skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna og hætta að halda hlífiskildi yfir verkum Steingríms [J. Sigfússonar],“ skrifar Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár, í opnu bréfi til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. 

Víg­lund­ur hef­ur sakað ráðherra, emb­ætt­is­menn og starfs­menn slita­stjórna um lög­brot þegar nýju rík­is­bank­arn­ir voru stofnaðir árið 2009. Hef­ur hann haldið því fram að farið hafi verið fram­hjá neyðarlög­um frá ár­inu 2008. Hann hefur ítrekað reynt að afla gagna úr fjármálaráðuneytinu vegna málsins og leitaði m.a. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þess. Þegar hann fékk svo gögn afhent samkvæmt úrskurði nefndarinnar kom í jós að nokkuð vantaði upp á full skil, að því er fram kemur í grein Víglundar. 

Hann segist nú skrifa bréfið til Bjarna þar sem honum sýnist að síðastliðið vor hafi „mistök í ljósritun“ endurtekið sig hjá fjármálaráðuneytinu við skil á skjali til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. „Eitt er að reyna að „blekkja ræfilinn mig“ hitt er að blekkja Alþingi!“

Sjá frétt mbl.is: Afhenti ríkisbanka án heimildar

Grein Víglunds fer hér að neðan í heild:

Bréf nr. 2 til Bjarna Benediktssonar:

Sæll Bjarni.

Eins og þú manst skrifaði ég þér opið bréf í lok maí um minnisglöp embættismanna þinna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í vor um störf stýrinefndar Steingríms J. Sigfússonar um samninga við erlenda kröfuhafa.

Minnisglöp eru ekki það eina sem er að. Reynsla mín af skjalameðferð þeirra í fjármálaráðuneytinu er að þar virðist ástæða til athugana og rannsóknar. Hér ætla ég að fjalla um nokkur atriði sem kalla á athafnir af þinni hálfu þótt ýmis þessara atvika hafi átt sér stað á vakt Steingríms Joð.

Fyrst ætla ég að nefna viðleitni mína við að afla gagna á árunum 2011 til 2013. Áður hef ég fjallað um viljaleysi þessara embættismanna til að aðstoða og leiðbeina við þá gagnaöflun eins og þeim ber samkvæmt stjórnsýslulögum. Fór svo að ég þurfti að leita atbeina Úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá gögn.

Fúsk eða fals?

Nú mun ég fjalla um það hvernig af vanrækslu, fúski eða einhverju verra var misfarið með skjöl og afhendingu þeirra.

Fyrsti úrskurður nefndarinnar er nr. 436 / 2012, úrskurðurinn sem staðfesti tilvist „dauðalistans“ hjá Nýja Kaupþingi. Í þeim úrskurði getur að lesa eftirfarandi:

„Í skýringum fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2012, kemur fram í tilefni af fyrirspurnum nefndarinnar, að tiltekinn viðauki við samninginn sem vitnað er til í 8. gr. hans hafi ekki fylgt því eintaki af samningnum sem sé til í ráðuneytinu. Viðaukinn sé því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Nánar tiltekið er um að ræða viðauka sem vísað er til í 8. gr. samningsins og mun innihalda upplýsingar um mat á verðmæti þeirra eigna eða réttinda sem m.a. skal byggt á við uppgjör milli bankanna, þ.e. verðmæti á svonefndum „Ring-fenced Assets“ en það hugtak er notað um umræddar eignir í samningnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki tilefni til að rengja þá fullyrðingu fjármálaráðuneytisins að þessi viðauki sé ekki fyrirliggjandi hjá því.“ Hér er fyrsta dæmið um fúsk eða vanrækslu þinna manna, Bjarni, sem voru þá á vaktinni fyrir Steingrím.

Næst er til að taka úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 510 / 2013. Með þeim úrskurði mælti nefndin fyrir um það að mér skyldu afhentar fundargerðir stýrinefndar Steingríms um samninga við kröfuhafa föllnu bankanna.

Þegar ég fékk gögnin afhent kom í ljós að nokkuð vantaði upp á full skil. Fyrst er til að taka að fundargerðir 1. og 13. fundar nefndarinnar voru ekki sagðar til í ráðuneytinu, ekki var upplýst hvort þær hefðu týnst eða aldrei verið ritaðar. Þá var fundargerð 28.7. 2009 um fund með erlendum kröfuhöfum tóm að efni. Þrátt fyrir ítrekun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis hafa þessar fundargerðir ekki fundist, að sögn þinna manna.

Hægt að bæta úr

Ég tel að þú getir látið bæta úr því með einföldum hætti. Í 2. fundargerðinni kemur fram að þar hafi verið mættur Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri og gert grein fyrir fyrsta fundi nefndarinnar. Ég tel einboðið að þú felir Guðmundi ráðuneytisstjóra að bæta úr þessu og skrifa minniblað um 1. fund nefndarinnar og 13. fund svo þessi skjöl verði í skjalasafninu, sömuleiðis fundinn 28.7. Með því gæfist Guðmundi tækifæri til að bæta úr vanrækslu. Fleiri núverandi starfsmenn þínir voru á fundunum og gætu hjálpað. Með úrbótum þeirra gætir þú ef til vill sleppt að áminna þá !

Skrýtin ljósritun

Fleira reyndist ábótavant við skil á þessum fundargerðum. Við lestur fundargerðar um fund frá 1.7. 2009 sýndist sem fundurinn hefði endað stuttaralega. Samkvæmt skilum fjármálaráðuneytisins var fundargerðin rúmlega hálf bls. í skrýtnu ljósriti og endaði einkennilega. Ég leitaði eftir því við ráðuneytið hvort þetta væri rétt svona eða hvort um mistök kynni að vera að ræða. Svar ráðuneytisins var skýrt, engin mistök þetta er fundargerðin.

Þar sem ég taldi vegna efnissamhengis að upp á vantaði leitaði ég aftur til Úrskurðarnefndarinnar um aðstoð. Var mér bent á að úrskurðir nefndarinnar væru aðfararhæfir og giltu gagnvart öllu stjórnkerfinu þar sem gögn væri að finna. Benti skrifstofustjóri nefndarinnar mér á að leita atbeina forsætisráðuneytis um skil til samanburðar.

Þar kom í ljós önnur útgáfa á gerð fundarins 1. júlí en sú sem fjármálaráðuneytið hafði skilað. Þessar mismunandi útgáfur má lesa í viðhengi með greininni á mbl.is. Í framhaldinu fundaði ég með starfsmönnum forsætisráðuneytisins vegna þessa. Fyrir fundinn höfðu þeir haft samband við starfsmenn fjármálaráðuneytis sem þá fundu allt í einu hina réttu fundargerð og báru við mistökum í ljósritun!

Nú er það svo að það sem vantaði upp á var hluti af síðu. Það er flókið að ljósrita eina síðu þannig að texta neðri hluta vanti. Sýnist mér að til þess þurfi ásetning. Eftir að ég fékk þessu réttu skil og var búinn að finna það sem ég leitaði að ákvað ég þá að láta kyrrt liggja.

Nýr ljósritunarvandi

Það sem síðan varð til þess að ég skrifa þetta bréf til að hvetja þig til athafna er að síðastliðið vor sýnist sem þessi „mistök í ljósritun“ hafi endurtekið sig hjá fjármálaráðuneytinu við skil á skjali til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar er á bls. 3 vitnað til töluliðar 4.2. (b) í skjalinu sem ekki sýnist hafa ljósritast. Skjalið fylgir sem viðhengi á mbl.is.

Þegar ég uppgötvaði þetta þótti mér skörin færast upp í bekkinn. Eitt er að reyna að „blekkja ræfilinn mig“ hitt er að blekkja Alþingi!

Það er rétt að hafa í huga í þessu samhengi að línan milli fúsks og fals er mjó. Þar munar því einu hvort um er að ræða gáleysi eða ásetning. Í þessum tilvikum sýnist mér allt benda til ásetnings. Það er torvelt að ljósrita svo að vanti innan í eða neðan á síður fyrir mistök.

Léttum leyndinni af

Nú sýnist mér að þú þurfir að láta hendur standa fram úr ermum og létta leynd af þessum verkum Steingríms með hjálp embættismanna sem eru þínir í dag. Framhald leyndar verður þér til vandræða.

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að opinbera öll gögn um samninga við skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna og hætta að halda hlífiskildi yfir verkum Steingríms. Í ljósi gagnsæis og réttra upplýsinga eigum við kröfu á að allt verði opinbert. Þér að segja er ein algengasta spurning sem ég fæ vegna þessara umræðu:

Af hverju er Bjarni að vernda Steingrím? Þannig hugsa margir!

Loks er að meta hvort skjöl hafi verið fölsuð í ráðuneytinu af ráðuneytisstjóranum og hans aðstoðarmönnum. Til þess þarf atbeina rannsóknaraðila svo að mál verið útkljáð. Í þeim efnum sýnist mér að bíði þín ísköld ákvörðun um viðeigandi meðferð.

Viðhengi:

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

Í gær, 20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

Í gær, 20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

Í gær, 19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

Í gær, 19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

Í gær, 18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

Í gær, 18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

Í gær, 17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

Í gær, 17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

Í gær, 16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

Í gær, 15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

Í gær, 15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

Í gær, 14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

Í gær, 13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

Í gær, 12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

Í gær, 11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

Í gær, 13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

Í gær, 11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

Í gær, 11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Stúdíóíbúð
Litil stúdíóíbúð í kjallara nálægt miðbæ fyrir einstakling. Sameiginlegt bað, þv...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...