„Geta ekki leyft sér hvað sem er“

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Borgarfulltrúar eru kosnir til að gæta hagsmuna borgarbúa. Þegar teknar eru ákvarðanir þarf að hafa það í huga. Einnig þarf að gæta þess að ákvarðanir séu í samræmi við lög og reglur. Í þessu dæmalausa klúðri með samþykkt viðskiptabanns á Ísrael virðist horft framhjá þessum mikilvægu atriðum.“

Þetta ritar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni um ákvörðun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Pírata að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael. Tillaga þess efnis var samþykkt 15. september en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur boðað að hún verði dregin til baka og henni breytt þannig að hún nái aðeins til þeirra svæða sem eru hernumin af Ísrael.

Brynjar líkir framgöngu meirihlutans í borgarstjórn við það þegar hún hafi ákveðið „að gefa Pétri og Páli rándýrar lóðir án nokkurrar heimildar í lögum. Menn geta ekki leyft sér hvað sem er í pólitískum tilgangi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert