Hvorki vanhugsað né mannréttindamál

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Borgarstjóri hefur sagt að viðskiptabannið á Ísrael hafi verið vanhugsað en gert vegna væntumþykju fyrir mannréttindum. Hvorugt held ég að sé rétt,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Brynjar segir þá flokka sem myndi meirihlutann í borgarstjórn Reykjavík, að undanskildum Pírötum, hafi rætt árum sama um viðskiptabann á Ísrael og loks látið til skarar skríða í kveðjuskyni við Björk Vilhelmsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Ást meirihluta borgarstjórnar á mannréttindum er ekki trúverðug skýring enda verið þá nær að byrja með viðskiptabann gegn mörgum öðrum löndum. Mannréttindi íbúa á hinum hertekna Vesturbakka eru örugglega miklu meiri en annars staðar í Palestínu,“ segir hann og bætir við:

„Svo sýnist mér í umræðunni að margir stuðningsmenn viðskiptabannsins á Ísrael séu þeir sem hvað mest hafa andmælt viðskiptabanni á Kúbu í gegnum tíðina. Ákvörðun meirihlutans í borginni er því ekkert annað en gamaldags vinstri pólitík og hefur lítið með mannréttindi að gera. Að lokum við ég taka það fram að ég er almennt á móti viðskiptabanni og skiptir þá ekki máli hvort Ísrael eða Kúba eigi í hlut.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert