Búið að slökkva eldinn

Ljósmynd/Landsbjörg

Eldur sem kom upp í togara norðvestur af Sauðanesi hefur verið slökktur. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu tókst áhöfninni að slökkva eldinn með því að loka vélarrúminu, þar sem eldurinn kom upp, og setja slökkvikerfi skipsins í gang.

Skipverjar vinna nú að því að reykræsta togarann og að þeirri vinnu lokinni verður kannað með skemmdir á vélarrýminu og hvort vélin fer í gang. Skipverjar munu vera bjartsýnir á að skipið geti gengið fyrir eigin vélarafli þrátt fyrir eldsvoðann. Verði það hins vegar ekki hægt verður togarinn væntanlega dreginn til hafnar.

Það styttist í að björgunarskipið Sigurvin komi að togaranum.

Frétt mbl.is: Eldur um borð í togara

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert