Eldur um borð í togara

Björgunarsveitarmenn á björgunarskipi.
Björgunarsveitarmenn á björgunarskipi.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Siglufirði og Skagaströnd voru kölluð út fyrir tæpri hálfri klukkustund vegna elds í togara um 25 sjómílur norðnorðvestur af Sauðanesi.

Auk þess er þyrla með reykkafara frá slökkviliðinu og varðskipið Þór á leið á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er flugvél Gæslunnar að nálgast togarann og flýgur yfir eftir stutta stund.

Áætlað er að Sigurvin, björgunarskipið frá Siglufirði verði komið á staðinn eftir rúmlega hálftíma. Búið er að loka eldinn af í vélarrúmi togarans og í augnablikinu steðjar því engin bráð hætta að skipverjum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert