Ernir fjölgar ferðum og bætir við sig vél

Flugfélagið Ernir flýgur til Húsavíkur 14 sinnum á viku en …
Flugfélagið Ernir flýgur til Húsavíkur 14 sinnum á viku en tími er kominn á endurbætur á Aðaldalsflugvelli, m.a. á slitlagi og ljósabúnaði. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Vegna stóriðjuframkvæmda á Bakka og aukinnar ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum hefur Flugfélagið Ernir orðið að fjölga ferðum til Húsavíkur.

Núna eru farnar 14 ferðir á viku frá Reykjavík en þær verða 20 í vetur. Farþegafjöldi fer úr 12 þúsund á þessu ári í 20 þúsund á næsta ári, ef áætlanir ganga eftir. Vegna þessa er Ernir að bæta við sig fjórðu 19 sæta farþegavélinni.

Framkvæmdir vegna Bakka munu á næstu 2-3 árum skapa vel yfir 700 störf. Heildarfjárfesting er um 80 milljarðar króna, að því er fram kemur í samtali við forstjóra Ernis og fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »