Margir þeir sem koma að gyðingar

Bréf Eggerts virðist gefa til kynna að samþykkt borgarstjórnar gæti …
Bréf Eggerts virðist gefa til kynna að samþykkt borgarstjórnar gæti mögulega haft áhrif á hótelverkefnið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Ákaflega óheppilegt og hygg ég að sambærilegt berist okkur í bankanum úr öðrum áttum vegna annarra verkefna,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í tölvupósti til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, og vísar til „nótu“ frá Eggerti Dagbjartssyni fjárfesti, þar sem Eggert lýsir áhyggjum vegna samþykktar borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael.

Tölvupósturinn hefur verið áframsendur á alla borgarfulltrúa og barst mbl.is fyrir skömmu.

Bréfið frá Höskuldi til Dags:

„Sæll Dagur borgarstjóri,

Leyfi mér að áframsenda þessa nótu frá Eggerti Dagbjartsyni.  Þú þekkir allar þessar persónur mæta vel sem og verkefnið og vísast er búið að hafa samband við þig vegna þessa máls eftir öðrum leiðum.
Ákaflega óheppilegt og hygg ég að sambærilegt berist okkur í bankanum úr öðrum áttum vegna annarra verkefna.

Með bestu kveðjum,
Höskuldur“

Í póstinum sem barst mbl.is, og sendur var af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, er einnig að finna bréf Eggerts.

Það er á ensku og hljóðar svo:

„Dear Hoskuldur,

I wanted to share my concern with you regarding the recent resolution passed by the Reykjavik City Council - banning the importing of certain goods from Israel to Iceland.  I believe this could potentially have a very negative impact on our project - the proposed Reykjavik Edition.  The fact is that many of the key people who are ultimately going to be responsible for making this a success are Jewish Americans.  Both Ian Schrager and Dick Friedman are jewish.  Many of the top people at Marriott are jewish as well.  Furthermore, most major US Hotel Companies - such as Starwood, Lowes, etc. are either owned or controlled by jewish Americans.

While American jews are by no means a unified group, they are generally strongly supportive of the State of Israel and sensitive to boycotts or banning of Israeli related products or services.  This is a real “hot button” issue.

The message that the City of Reykjavik has just sent, whether it meant to or not, is this:  “if you are jewish - your not welcome here”.   It also suggests and will potentially be interpreted by the outside world as a statement that Icelander’s are racist when it comes to jews.  I’ve got no idea how someone like Ian Schrager or Dick Friedman will react to this - and I’m hoping they don’t find out about this and it will be somehow quickly fixed.  This has the potential of being a real problem - which I clearly hope it will not be.

If there is anything that you can do to influence things and have this retracted - and that a clear message be sent that Iceland is a welcoming place for Israeli’s and jews - as well as people of all nationalities and creeds - it should be done as soon as possible.

This is not good for Iceland - and potentially harmful to our project.

Best,

Eggert“

Í bréfi sínu lýsir Eggert sem fyrr segir áhyggjum vegna byggingar hótels á Hörpureit, m.a. vegna þess að margir þeir sem komi að verkefninu séu amerískir gyðingar, þeirra á meðal margir yfirmenn Marriott-hótelkeðjunnar.

„Jafnvel þótt bandarískir gyðingar séu alls ekki sameinaður hópur, þá eru þeir almennt miklir stuðningsmenn ísraelska ríkisins og viðkvæmir gagnvart ákvörðunum um að sniðganga eða banna ísraelskar vörur eða þjónustu. Þetta er virkilega „eldfimt“ mál,“ segir Eggert í bréfinu.

Hann segir að viljandi eða óviljandi hafi borgarstjórn Reykjavíkur sent þau skilaboð að gyðingar séu ekki velkomnir og að samþykktin verði mögulega túlkuð sem yfirlýsing þess efnis að Íslendingar séu fordómafullir í garð gyðinga.

Eggert segist vonast til þess að tveir aðstandenda hótelverkefnisins, Ian Schrager og Dick Friedman, komist ekki að tilvist samþykktarinnar. Óvíst sé um viðbrögð þeirra. „Þetta gæti mögulega orðið verulegt vandamál, sem ég vona augljóslega að þetta verði ekki.“

Hann endar bréfið á að ítreka að málið sé ekki gott fyrir Ísland og gæti mögulega komið niður á hótelverkefninu.

Frétt mbl.is: „Kom vangaveltum á framfæri“

Frétt mbl.is: Hörpuhótel verður Marriott Edition

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert