Skjálftahrina við Kötlu

Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall …
Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall landsins. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð klukkan 2:15 í nótt við suðausturhluta Kötluöskjunnar. Um 10 eftirskjálftar áttu sér stað, flestir einnig grunnir og hugsanlega tengdir jarðhitavirkni, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Engar markverðar breytingar má sjá í ám í nágrenni við Kötlu, en gögnin verða skoðuð nánar.

„Svipaðar skjálftahrinur gerast stöku sinnum í Kötlu, að meðaltali 1-3 sinnum á ári. Veðurstofan fylgist grannt með svæðinu og mun upplýsa ef eitthvað breytist.
Á þessari stundu hefur virknin róast, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hildur María Friðriksdóttir sérfræðingur á jarðvársviði Veðurstofunnar, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af Kötlu, að minnsta kosti enn sem komið er. Eftirskjálftarnir hafi verið fáir og grunnir. En Veðurstofan muni fylgjast grannt með þróun mála. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert