Tekið til aðalmeðferðar í nóvember

mbl.is/Ómar

Fyrirtaka fór fram í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ríkissaksóknara gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi sem þar starfar vegna ákæru um manndráp af gáleysi. Tekin var ákvörðun um að aðalmeðferð málsins far fram 4.-5. nóvember og að fyrir hana verði farið í vettvangsferð á Landspítalann til þess að kynna sér aðstæður.

Málið var tekið fyrir 5. febrúar en var frestað þar sem verjandi hjúkrunarfræðingsins, Einar Gautur Steingrímsson, lagði fram mats­beiðni til að fá úr því skorið hvort lyfja­gjöf hafi haft áhrif á and­lát karl­manns sem lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans við Hring­braut í októ­ber 2012. Aðalmeðferð málsins átti upphaflega að fara fram 23. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert