Vill frekari tollalækkanir

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum talað fyrir auknu frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og sagt að það komi neytendum til góða í lægra verði en líka að það komi landbúnaðinum til góða í þeim miklu sóknarfærum sem hann á inn á evrópska markaði og það hafi verið til trafala fyrir landbúnaðinn og sóknarfæri til að mynda með skyrið að hafa ekki þann aðgang.“

Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag þar sem hann hrósaði Framsóknarflokknum fyrir að ganga frá samningi á dögunum við Evrópusambandið um gagnkvæma lækkun á tollum á landbúnaðarvörum. Rifjaði hann upp að viðræðurnar við sambandið hefðu hafist í tíð síðustu ríkisstjórnar vinstriflokkanna.

„En ég kalla eftir því að þegar verði tekið næsta skref, að ráðherrar Framsóknarflokksins fylgi þessu eftir með því að óska á ný eftir viðræðum um frekari gagnkvæmar tollalækkanir á landbúnaðarvörum við Evrópusambandið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert