Milljón manns hlustar á Jónínu Leósdóttur í útvarpi

Frá bókamessunni í Gautaborg í fyrra.
Frá bókamessunni í Gautaborg í fyrra. Af vef MÍB

Bókamessan í Gautaborg í Svíþjóð hefst í dag og stendur til sunnudags. Íslendingar fara með lykilhlutverk á messunni í ár, þar sem Ísland er eitt af tveimur gestalöndum á hátíðinni.

Fimmtán íslenskir rithöfundar eru á staðnum. Venjulega mæta yfir 100.000 manns á bókamessuna á hverju ári.

„Markmiðið með þessu er að kynna íslenska höfunda og vonandi að selja fullt af handritum til þýðingar á sænsku, en sænski bókamarkaðurinn er sá stærsti á Norðurlöndum,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Áhugi fjölmiðla í Svíþjóð er mikill. „Af því að við erum þetta gestaland þá erum við mikið í öllum bókmenntaþáttum og ég veit t.d. að Jónína Leósdóttir átti að mæta í þátt þar sem hlustendahópurinn í útvarpi er milljón manns,“ segir Bryndís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert