Almyrkvi á tungli eftir helgi

Tungið verður blóðrautt milli kl. 2.11 og 3.23 aðfaranótt mánudags.
Tungið verður blóðrautt milli kl. 2.11 og 3.23 aðfaranótt mánudags. mbl.is/Ómar Óskarsson

Almyrkvi á tungli verður aðfaranótt mánudagsins 28. september og sést hann að öllu leyti frá Íslandi, ef veður leyfir.

Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að almyrkvinn sjáist þar sem sjáist í heiðskíran himin frá Íslandi. Það sé alltaf sérstakt að sjá rautt almyrkvað tunglið á himninum, en það sem sé sérkennilegt núna sé að almyrkvinn verði á sama tíma og tunglið verði næst jörðinni. „Það hefur ekki gerst síðan 1982 og gerist ekki næst fyrr en 2033.“ Hann áréttar að þótt þetta hljómi spennandi komi fólk samt ekki til með að sjá mun á stærð tunglsins. „Fólk hefur talað um ofurmána, en það er hugtak sem fer í taugarnar á okkur vísindanördunum af því að það er ekkert ofur við tunglið þennan dag,“ segir hann.

Tunglið verður rautt vegna þess að það verður inni í skugganum af jörðinni. Á stjörnufræðivefnum segir: „tunglmyrkvar verða þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga jarðar“. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, en síðast sást almyrkvi frá öllu Íslandi 21. desember 2010. Sævar segir að stæði maður á tunglinu sæi hann ljósið frá öllum sólarupprásum og sólsetrum á jörðinni í einu. „Það væri sjón að sjá,“ segir hann.

Sólmyrkvar sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni og síðast frá Íslandi í mars sem leið. Sævar segir að það gerist ekki oft að sól- og tunglmyrkvi sjáist á Íslandi á sama árinu en tunglmyrkvar séu miklu algengari og sjáist frá Íslandi á nokkurra ára fresti að meðaltali. „Það er alltaf mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir hann, en tunglmyrkvinn sést vel frá Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Evrópu og Suður-Afríku. Almyrkvinn hefst 12 mínútur yfir miðnætti og milli klukkan 2.11 og 3.23 verður tunglið almyrkvað og þá blóðrautt.

Svona mun almyrkvinn á tungli aðfaranótt mánudagsins 28. september líta út. Blóðrauður „ofurmáni“ (eða blóðrautt fullt...

Posted by Stjörnufræðivefurinn on Friday, September 25, 2015
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert