Verðmætasti fugl landsins

mbl.is/Styrmir Kári

„Lundinn er orðinn verðmætasti fugl landsins, hann er búinn að slá út æðarfuglinn og dúnútflutning algjörlega. Þetta er ekki byggt á beinharðri tölfræði en ég held að ég leyfi mér að fullyrða þetta,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins kannar í blaði helgarinnar hvað sé svona heillandi við lundann og hvernig standi á því að hann hafi orðið að tákni fyrir Ísland. Vinsældir hans virðast að mestu tengdar útliti, þessi mörgæs norðursins er bara svo agalega krúttleg.

Alexander Þór Crosby verslunarstjóri Lundans segir ferðamenn spurja mikið um lundann en verslunin býður uppá margskyns vörur tengdar lundanum. Bolir, bangsar og bollar eru á meðal þess sem nýtur vinsælda en eins og meðfylgjandi myndir sýna er lundavarningurinn mjög fjölbreyttur.

Það eru ekki aðeins hefðbundar lundabúðir sem bjóða uppá lundavarning heldur er hljómsveitin Nýdönsk líka farin að selja lunda. Hljómsveitin handmálaði lunda og seldi á tónleikum undir nafninu Nýlundinn og Sérlundinn.

Mikil sala er því í allskyns varningi tengdum þessum sérkennilega og skemmtilega fugli auk þess sem hann er tákn RIFF-kvikmyndahátíðarinnar, sem nú stendur yfir.

Í greininni er rætt um lundann frá ýmsum hliðum og farið yfir vaxandi vinsældir hans.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »