Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum.
Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Sjö kínverskir ferðamenn brunuðu um mela skammt frá Hnausapolli í Landmannalaugum í gær. Voru þeir á tveimur jeppum frá bílaleigu og hlutu ökumennirnir hvor um sig hundrað þúsund krónur í sekt fyrir utanvegaaksturinn. Skálavörður fékk fólkinu hrífur og hvatti það til að jafna jarðveginn, sæju þau eftir athæfinu.

Náttúruspjöllin sem ökumennirnir skildu eftir sig ná yfir níu hektara svæði, eða 90 þúsund fermetra og höfðu þeir meðal annars spólað í hringi og ekið upp brekkur.  

Frétt mbl.is: 1 km för eftir utanvegaakstur

Skálavörður Ferðafélags Íslands (FÍ) segir að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. Verktaki félagsins sem kom að fólkinu telur ólíklegt að fólkið hafi ekki vitað að það væri að brjóta lög.

Skammaði fólkið og tilkynnti til landvarðar

„Þegar ég var búinn að taka myndir af förunum elti ég þau uppi og tók myndir af bílnúmerunum. Síðan stöðvaði ég þau og tilkynnti þeim að þetta væri eins ólöglegt og þau gætu hagað sér á Íslandi og skammaði þau aðeins,“ segir Eiríkur Finnur Sigursteinsson, verktaki hjá FÍ.

Hann varð vitni að utanvegaakstrinum og tilkynnti hann til landvarðar í Landsmannalaugum. Skömmu síðar kom lögregla á Hvolsvelli á staðinn og stóð fólkið að verki.

Hvernig brugðust ferðamennirnir við þegar þú gerðir athugasemd við utanvegaaksturinn?

„Þau voru miður sín. Ég var í svo vondu skapi að ég gaf þeim ekki færi á að útskýra mál sitt. Ég veit ekki hvort þau þóttust ekki vita að þau mættu þetta ekki,“ segir Eiríkur.

Hann bendir á að hann hafi sjálfur leigt bílaleigubíl um morguninn og á bílaleigunni hafi öllum átt að vera ljóst að óheimilt er að aka utan vega, svo skýrar hafi leiðbeiningarnar verið. Þá er einnig að finna leiðbeiningar í bílunum sjálfum.

Sjö kínverjar með hrífur á melunum

Kristinn Jón Arnarson, skálavörður FÍ í Landmannalaugum, segir að um sjö kínverska ferðamenn hafi verið að ræða sem hafi spólað í hringi og keyrt upp brekkur á stóru svæði.

Brá hann á það ráð að senda þau af stað með hrífur og gef þeim kost á að raka yfir skemmdirnar.  „Ég lét þau vita að ef þau sæju eftir þessu ættu þau að reyna að gera eitthvað í því og lét þau fá hrífur,“ segir Kristinn Jón í samtali við mbl.is.

Fólkið varði nokkrum tíma á melunum með hrífurnar og náðu að lagfæra skemmdirnar að einhverju leyti. Kristinn Jón bendir þó á að skemmdirnar séu á stóru svæði og því þurfi meira til en nokkra einstaklinga með hrífur til að laga þær. Ökumennirnir voru sektaðir á staðnum og greiddi hvort um sig hundrað þúsund krónur.

Aðspurður segir Kristinn Jón að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. „Því miður er þetta alltaf stórt vandamál hér,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...