Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum.
Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Sjö kínverskir ferðamenn brunuðu um mela skammt frá Hnausapolli í Landmannalaugum í gær. Voru þeir á tveimur jeppum frá bílaleigu og hlutu ökumennirnir hvor um sig hundrað þúsund krónur í sekt fyrir utanvegaaksturinn. Skálavörður fékk fólkinu hrífur og hvatti það til að jafna jarðveginn, sæju þau eftir athæfinu.

Náttúruspjöllin sem ökumennirnir skildu eftir sig ná yfir níu hektara svæði, eða 90 þúsund fermetra og höfðu þeir meðal annars spólað í hringi og ekið upp brekkur.  

Frétt mbl.is: 1 km för eftir utanvegaakstur

Skálavörður Ferðafélags Íslands (FÍ) segir að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. Verktaki félagsins sem kom að fólkinu telur ólíklegt að fólkið hafi ekki vitað að það væri að brjóta lög.

Skammaði fólkið og tilkynnti til landvarðar

„Þegar ég var búinn að taka myndir af förunum elti ég þau uppi og tók myndir af bílnúmerunum. Síðan stöðvaði ég þau og tilkynnti þeim að þetta væri eins ólöglegt og þau gætu hagað sér á Íslandi og skammaði þau aðeins,“ segir Eiríkur Finnur Sigursteinsson, verktaki hjá FÍ.

Hann varð vitni að utanvegaakstrinum og tilkynnti hann til landvarðar í Landsmannalaugum. Skömmu síðar kom lögregla á Hvolsvelli á staðinn og stóð fólkið að verki.

Hvernig brugðust ferðamennirnir við þegar þú gerðir athugasemd við utanvegaaksturinn?

„Þau voru miður sín. Ég var í svo vondu skapi að ég gaf þeim ekki færi á að útskýra mál sitt. Ég veit ekki hvort þau þóttust ekki vita að þau mættu þetta ekki,“ segir Eiríkur.

Hann bendir á að hann hafi sjálfur leigt bílaleigubíl um morguninn og á bílaleigunni hafi öllum átt að vera ljóst að óheimilt er að aka utan vega, svo skýrar hafi leiðbeiningarnar verið. Þá er einnig að finna leiðbeiningar í bílunum sjálfum.

Sjö kínverjar með hrífur á melunum

Kristinn Jón Arnarson, skálavörður FÍ í Landmannalaugum, segir að um sjö kínverska ferðamenn hafi verið að ræða sem hafi spólað í hringi og keyrt upp brekkur á stóru svæði.

Brá hann á það ráð að senda þau af stað með hrífur og gef þeim kost á að raka yfir skemmdirnar.  „Ég lét þau vita að ef þau sæju eftir þessu ættu þau að reyna að gera eitthvað í því og lét þau fá hrífur,“ segir Kristinn Jón í samtali við mbl.is.

Fólkið varði nokkrum tíma á melunum með hrífurnar og náðu að lagfæra skemmdirnar að einhverju leyti. Kristinn Jón bendir þó á að skemmdirnar séu á stóru svæði og því þurfi meira til en nokkra einstaklinga með hrífur til að laga þær. Ökumennirnir voru sektaðir á staðnum og greiddi hvort um sig hundrað þúsund krónur.

Aðspurður segir Kristinn Jón að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. „Því miður er þetta alltaf stórt vandamál hér,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...