Skaftárhlaup hafið

Eystri Skaftárketill. Mynd úr safni.
Eystri Skaftárketill. Mynd úr safni. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson

Skaftárhlaup er hafið úr eystri Skaftárkatli. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Þar segir að í gær hafi litið út fyrir að vatn væri að renna úr katlinum. Sigið hafi hert á sér og hlaup sé hafið. 

Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og sjaldnar en hlaup úr þeim vestari en síðast var hlaup í Eystri-Skaftárkatli í júní árið 2010. 

Frétt mbl.is: Hlaupið á leið undan jöklinum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert