Sektin lækkuð um tæpar 600 milljónir króna

Norvik hf., móðurfélag BYKO, hefur verið gert að greiða 65 ...
Norvik hf., móðurfélag BYKO, hefur verið gert að greiða 65 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna brota gegn samkeppnislögum.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að BYKO hafi brotið gegn samkeppnislögum með samráði við gömlu Húsasmiðjuna.

Í úrskurðinum segir að BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga, sem kveður á um að allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær séu bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni eða henni raskað séu bannaðar.

Hafi þannig skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum aðilum kleift að hækka verð sín. „Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

Áfrýjunarnefndin taldi að brot BYKO hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar en Samkeppniseftirlitið lagði 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Norvik hf., móðurfélag BYKO.

Frétt mbl.is: BYKO gert að greiða 650 milljónir

Lækkaði áfrýjunarnefndin sektina úr um tæplega 600 milljónir króna, eða í 65 milljónir króna. Þá taldi nefndin ósannað að brotið hefði verið gegn EES-samningum.

Samkeppniseftirlitið fór offari í málinu frá upphafi

Í yfirlýsingu frá BYKO segir að niðurstaða áfrýjunarnefndar feli í sér viðurkenningu á því að Samkeppniseftirlitið hafi farið offari í málinu allt frá byrjun, og hyggst félagið taka ákvörðun um með hvaða hætti verður brugðist við á næstu dögum.

Segir í yfirlýsingunni að Samkeppniseftirlitið hafi opnað sérstaka upplýsingasíðu um „ólögmætt samráð á byggingavörumarkaði“ um leið og tilkynnt var um sektarákvörðunina hinn 15. maí sl.

„Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var að mati forsvarsmanna BYKO í beinni andstöðu við úrskurð fjölskipaðs Héraðsdóms Reykjaness á síðastliðnu vori þar sem 11 af 12 sakborningum í sama máli voru sýknaðir. Dómurinn taldi gögn málsins sýna það með óyggjandi hætti að verðsamkeppni á byggingavörumarkaðnum væri mikil,” segir í yfirlýsingunni.

Telur BYKO vandséð hvernig hægt var að komast að svo ólíkri niðurstöðu í tveimur málum sem fjalla um sömu málsatvik, þ.e. annars vegar í niðurstöðu fjölskipaðs Héraðsdóms Reykjaness og hins vegar í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Að mati BYKO tekur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála undir með dómstólnum um að óeðlilega hátt hafi verið reitt til höggs.

„BYKO hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og  telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta,” segir í yfirlýsingunni.

Byko og Húsasmiðjan.
Byko og Húsasmiðjan. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

05:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »

Eldvatnsbrú sett á stöpla

05:30 Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Meira »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...