„Þetta er vitlaus nálgun“

Erfiðlega hefur gengið að sigla til Landeyjahafnar að vetri til.
Erfiðlega hefur gengið að sigla til Landeyjahafnar að vetri til. mbl.is/Árni Sæberg

„Mín skoðun er einfaldlega sú að þetta sé vitlaus nálgun. Það þarf að taka Þorlákshöfn meira inn í myndina. Hönnuðir vinna eftir því sem fyrir þá er lagt. Skoða þarf málin mun betur og láta reynsluna tala. Ég vil ekki dæma Landeyjahöfn úr leik en hún hefur bara sýnt að hún dugar ekki allt árið.“

Þetta segir Sævar M. Birgisson skipaverkfræðingur, sem var þar til nýverið í starfshópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Hann segist lítil áhrif hafa getað haft á þá stefnu sem hönnun ferjunnar tók. „Það var búið að negla þetta allt niður,“ segir Sævar, sem telur að staldra þurfi allrækilega við. Menn verði að viðurkenna að mistök hafi verið gerð við hönnun Landeyjahafnar og ekki sé hægt að bjarga því með nýju skipi. Svipaðrar skoðunar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að því er fram kemur í umfjöllun um ferjusamgöngur við Eyjar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert