Brúarendinn stendur út í loftið

Brúarendinn stendur nú hálfur út í vatnið.
Brúarendinn stendur nú hálfur út í vatnið. Mynd/Sigurður Bogi

Sjá má augljóslega hversu mikið hefur grafið undan brúarendanum á Eldvatnsbrúnni, en undirstöður brúarinnar að austan verðu standa nú hálfar út yfir vatnselginn. Haldi jökulhlaupið áfram að grafa í bakkann gæti brúin hæglega farið, en lögregla hefur nú þegar lokað allri umferð yfir hana.

Fyrr í dag sagði Ágúst F. Bjartmarsson, hjá Vegagerðinni á Suðurlandi, að helmingur bakkans undir eystri stöplinum væri farinn og sagði hann stöðuna ekki líta vel út. 

Rennsli undir brúna er tæplega 800 rúmmetrar á sekúndu, en það þýðir að um 800 tonn af vatni flæða þar undir á hverri sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert