Hefur breyst í túristahlaup

Brúin yfir Skaftá við Svínadal
Brúin yfir Skaftá við Svínadal mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hlaupið í Skaftá er mjög í rénum að sögn blaðamanns mbl.is sem er á staðnum. Starfsmenn Vegagerðarinnar segja að vatnsmagnið í ánni sé óverulegt miðað við í gær en þá var vatnshæð Eldvatnsins við Ása vel yfir tvo metra og áin fór langt út fyrir bakka sína.

Hann segir að hlaupið hafi breyst í túristahlaup og fjölmargir hafi lagt leið sína austur í Skaftafellssýslu til þess að sjá þessar hamfarir náttúrunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þá náði rennsli Skaftár hámarki við Sveinstind um þrjúleytið aðfararnótt föstudags. Flóðið var þá vel á þriðja þúsund rúmmetra á sekúndu sem er það mesta sem mælst hefur. 

Skaftá - brúin er á leið inn í Skaftárdal - …
Skaftá - brúin er á leið inn í Skaftárdal - þessi mynd er tekin fyrir sólarhring síðan. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert