Í leyfi frá störfum vegna ákæru

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands. mynd/Sigurður

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur veitt íslenskri konu, sem starfar hjá stofnuninni, leyfi frá störfum, en konan hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps í Ungverjalandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, hefur sent til fjölmiðla.

RÚV greindi fyrst frá málinu í gær en sagt var frá því að íslenskur læknanemi hefði verið ákærður í málinu.

„Í ljós hefur komið að viðkomandi er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 

Við upphaf ráðningar kynnti konan stjórnendum á heilbrigðisstofnuninni um að kærumál gæti verið í undirbúningi gagnvart henni í Ungverjalandi. Stjórnendum stofnunarinnar var ekki um kunnugt um alvarleika þeirrar ákæru sem nú er komin fram. Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga hefur verið ákveðið að konunni verði veitt leyfi frá störfum að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Uppsuni hjá meintu fórnarlambi

Ákærð fyrir manndrápstilraun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert