Lækninum hefur ekki verið sagt upp

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands. mynd/Sigurður

Íslenskur læknir, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps, er aðeins í leyfi frá störfum sínum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sagt var frá því á Vísi í dag að konan, sem er á fertugsaldri, hefði ekki vitað hvort henni hefði verið sagt upp eða ekki vegna ákærunnar.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur konunnar segir í samtali við mbl.is að hún og konan hafi fundað með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í dag. Þar var staðfest það sem fram kom í tilkynningu frá forstjóra HSU, Herdísi Gunnarsdóttur, í gær, að stofnunin hafi veitt konunni leyfi frá störfum. Þar kom jafnframt fram að stjórnendum HSU hafi ekki verið kunnugt um alvarleika ákærunnar þrátt fyrir að konan hafi við upphaf ráðningar sagt kærumál gæti verið í undirbúningi gagnvart henni í Ungverjalandi.

Fyrri frétt mbl.is: Í leyfi frá störfum vegna ákæru

Ingibjörg Ólöf segir að konan sé aðeins í leyfi og hafi ekki misst starf sitt.

Að sögn Ingibjargar vonast hún og skjólstæðingur hennar eftir því að kveðinn verði upp dómur í málinu í næsta mánuði. Það er þó ekki vitað fyrir víst en upphaflega átti dómsuppkvaðningin að vera í september.  

Fyrri fréttir mbl.is:

Uppspuni hjá meintu fórnarlambi

Ákærð fyrir manndrápstilraun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert