Hollenska parið áfram í gæsluvarðhaldi

Hollenska parið kom til landsins með Norrænu.
Hollenska parið kom til landsins með Norrænu. mbl.is/Pétur

Hollenskt par var á miðvikudag úrskurðað í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau voru handtekin með mikið magn fíkniefna í Norrænu þann 8. september sl.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. október  en karlmaðurinn til 3. nóvember.

Þau voru handtekin á Seyðisfirði eftir að mikið magn fíkniefna, E-töflur og  MDMA duft ásamt lítilræði af amfetamíni, fannst í húsbíl sem þau voru á. 

Þau eru á fimmtugsaldri.  Rannsókn málsins heldur áfram en ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um framvindu hennar, segir á vef lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert