Magnús í 18 mánaða fangelsi

Símon Sigvaldason, dómsformaður í málinu, gengur inn í salinn í ...
Símon Sigvaldason, dómsformaður í málinu, gengur inn í salinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Marple-málinu svokallaða í dag. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, var dæmdur í sex mánaða fangelsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­um bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Skúli Þorvaldsson var dæmdur í sex mánuði.

Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrr­um fjár­mála­stjóri bank­ans var sýknuð af öllum ákærum.

Þá voru gerð upptæk til ríkissjóðs öll verðbréf, fjárfestingarsjóður og innstæða á tilteknum bankareikningi í Lúxemborg sem nam samtals rúmlega 6,7 milljónum evra, en yfirvöld í Lúxemborg gerðu verðmætin upptæk við rannsókn málsins.

Ítarleg umfjöllun mbl.is um málið

Kröfu ákæruvaldsins um upptöku tiltekinna eigna ákærða Skúla, sem yfirvöld í Lúxemborg gerðu upptæk var hafnað. Þá var vísað frá dómi skaðabótakröfu Kaupþings á hendur Guðnýju Örnu. Skaðabótaskylda Hreiðars Más og Skúla var hins vegar viðurkennd vegna þeirrar háttsemi sem sakfellt var fyrir í málinu. 

Tugir milljóna í málsvarnarlaun

Hinir sakfelldur í málinu þurfa að greiða verjendum sínum háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Þannig þarf Hreiðar Már að greiða verjanda sínum tæpar 22 milljónir fyrir störf hans og kostnað upp á rúmar 1,7 milljónir.  Magnús greiðir verjanda sínum ríflega 11 milljónir, Skúli greiðir rúmar 16 og hálfa milljón og kostnað upp á 800.000 þúsund krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda á rannsóknarstigi málsins, 7,7 milljónir.

Ríkissjóður þarf hins vegar að greiðar málsvarnarlaun verjanda Guðnýjar Örnu, ríflega 18 milljónir.

Í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­um for­stjóri í Kaupþingi og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrr­um fjár­mála­stjóri bank­ans, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­um for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg var aft­ur á móti ákærður fyr­ir hlut­deild í sömu brot­um, og fjár­fest­ir­inn Skúli Þor­valds­son ákærður fyr­ir hylm­ingu og pen­ingaþvott. Allir verjendur, nema verjandi Marple, voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna, en enginn ákærðu mættu.

Allir ákærðu í málinu kröfðust sýknu í málinu. Aðalmeðferð í málinu tók heila viku og lauk fyrir sléttum fjórum vikum.

Í málinu kröfðust verjendur sakborninga þess meðal annars að Ásgeir Brynjar Torfason, meðdómari í málinu, væri látinn víkja sæti sökum vanhæfis, en ekki var fallist á þá kröfu.

Ákæru­efnið er í mjög stuttu máli tvær milli­færsl­ur frá Kaupþingi til Kaupþings í Lúx­em­borg sem fóru áfram til fé­lags­ins Marple í Lúx­em­borg á ár­un­um 2007 og 2008, þar sem sak­sókn­ari tel­ur að um fjár­drátt sé að ræða. Heild­ar­upp­hæð þeirra er rúm­lega 6 millj­arðar. Þá seg­ir sak­sókn­ari að viðskipti með skulda­bréf í Kaupþingi hafi skilað Marple ólög­lega um 2 millj­örðum og ákær­ir þar fyr­ir umboðssvik

Frétt mbl.is: Meðdómarinn ekki vanhæfur

mbl.is

Innlent »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

Í gær, 19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »

„Maður skyldi aldrei segja aldrei“

Í gær, 19:16 „Það var ekki fýsilegt fyrir Icelandair að kaupa félag í þessari skuldastöðu og ef Icelandair metur það þannig núna að líkurnar á því að MAX-inn verði kyrrsettur til lengri tíma séu minni þá hefur hvatinn til þess að teygja sig í áttina að WOW minnkað,“ segir Steinn Logi. Meira »

WOW air enn í viðræðum við kröfuhafa

Í gær, 19:14 Meirihluti skuldabréfaeigenda WOW air og aðrir kröfuhafar félagsins eiga í viðræðum um að komast að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Meira »

Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu

Í gær, 18:50 Michael Ridley, ráðgjafi sem lengi starfaði hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, var á meðal þeirra sem sátu á fundi í Stjórnarráðinu í dag eftir að í ljós kom að Icelandair hefði slitið viðræðunum við WOW air. Meira »

„Minnumst helfararinnar“

Í gær, 18:34 Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar. Meira »

Aðkoman hefði reynst of áhættusöm

Í gær, 18:22 Forsvarsmenn Icelandair Group komust að þeirri niðurstöðu að það fæli í sér of mikla áhættu fyrir fyrirtækið að kaupa WOW air í heild sinni eða einstaka eignir út úr rekstrinum. Öllum steinum hafi hins vegar verið velt í viðleitni til að finna lausn á málinu. Meira »

Icelandair slítur viðræðum við WOW air

Í gær, 17:35 Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll rétt í þessu.  Meira »

Árvökull og brást hratt við aðstæðum

Í gær, 17:31 „Það sem skiptir máli er að það urðu engin slys á fólki og ekkert umhverfisslys,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is um flutningabíl fyrirtækisins sem lenti utan vegar á Hellisheiði í morgun. Meira »

Mótmæltu hvalveiðum

Í gær, 16:01 Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í hádeginu í dag.  Meira »

Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

Í gær, 14:31 Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. Meira »

„Okkur er öllum brugðið“

Í gær, 13:50 „Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira »

Skiptast á að leika Matthildi

Í gær, 12:15 Erna Tómasdóttir, Salka Ýr Ómarsdóttir og Ísabel Dís Sheehan bregða sér í hlutverk Matthildar í nýjum söngleik í Borgarleikhúsinu. Vinkonurnar þrjár eru allar 10 ára gamlar og ætla sér stóra hluti í leiklistinni. Barnablað Morgunblaðsins hitti þær í leikhúsinu sem er þeirra annað heimili. Meira »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

Í gær, 11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

Í gær, 11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningabíll út af á Hellisheiði

Í gær, 09:53 Olíuflutningabíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...