Mikil veikindi meðal lögreglumanna

Sú óvenjulega staða kom upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda.

Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Frétt mbl.is: Ráðuneytið hótar lögreglu lögsókn

Lögreglan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en biðlar jafnframt til fólks að sýna henni skilning og þolinmæði í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er eitthvað um veikindi meðal lögreglumanna þar í dag en þeir sem eru mættir munu sinna verkefnum sínum. Svipaða sögu er að segja af lögreglunni á Suðurlandi og Suðurnesjum en þar vantar nokkra lögreglumenn í dag vegna veikinda.

mbl.is

Bloggað um fréttina