Fangar vilja rauðvín með matnum

Hvorki má neyta áfengis né fíkniefna innan fangelsanna.
Hvorki má neyta áfengis né fíkniefna innan fangelsanna. mbl.is/Gunnar Kristjáns

„Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að fá að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“

Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, spurður í Morgunblaðinu í dag hvort fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir að fá að drekka rauðvín með matnum á þessu ári.

Páll ítrekar að ein og sama reglan gildi um alla fanga; að ekki megi neyta áfengis eða fíkniefna innan fangelsanna. Ekki skipti máli fyrir hvaða afbrot setið er inni né í hvaða fangelsi setið er því þessi regla nær yfir alla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert