Ofbeldið grimmara og álagið meira

Lögreglumenn þurfa að kljást við ljót mál.
Lögreglumenn þurfa að kljást við ljót mál. mbl.is/Styrmir Kári

Lögreglumaður með yfir þriggja áratuga reynslu segir álag í starfi hafa margfaldast og hættan á að lögreglumenn brenni út og flosni upp úr starfi hafi aukist. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins gagnrýnir hann að of mikil ábyrgð sé lögð á of fáar herðar. 

„Það sem var ekki þá en er nú er bæði útbreidd neysla harðra fíkniefna og öll þau ljótu mál er tengjast þeim. Á níunda áratugnum voru dópgrenin örfá og helst í miðborginni. …Nú skipta grenin, og þá þar með talin „heimili“, hundruðum og eru dreifð um allt og ekkert hverfi undanskilið. Eymdin er oft ólýsanleg og börn allt of oft fórnarlömbin,“ segir Bjarni Ólafur Magnússon í grein sinni þar sem hann lýsir þeim breytingum sem orðið hafa á starfi lögreglumannsins á síðustu áratugum.

„Ofbeldið í dag er meira, það er grimmara. Hér áður þekkti hver lögreglumaður þessa fáu virku brotamenn með nafni og þeir okkur með nafni, þeir voru fæstir mikil ógn við okkur og í þeim tilfellum þegar okkur var ógnað eða á okkur ráðist höfðum við mannaflann til að bregðast við, oftast.“

Grein Bjarna Ólafs Magnússonar lögreglumanns má lesa í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert