Áhöfnin slökkti eld á vinnsludekki

Norma Mary er í eigu dóturfélags Samherja.
Norma Mary er í eigu dóturfélags Samherja. Af vef Samherja

Rétt viðbrögð 19 manna áhafnar Normu Mary komu í veg fyrir að illa færi í gær þegar eldur kom upp um borð á vinnsludekki togarans, þar sem hann var á þorskveiðum í Barentshafi. 

Norma Mary er togskip í eigu Onward Fishing Company í Skotlandi sem er dótturfélag Samherja hf.

Enginn slasaðist í aðgerðunum og búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar norska strandgæslan kom til aðstoðar.  Skipið mun halda til hafnar á Akureyri innan tíðar eða þegar norska strandgæslan hefur fullvissað sig um að ekki sé hætta á að eldurinn kvikni að nýju. Á Akureyri verða  skemmdir skoðaðar og metnar áður en viðgerð hefst.

„Það er alltaf mikil hætta þegar eldur kemur upp í skipi úti á sjó,“ er haft eftir Óskari Ævarssyni, útgerðarstjóra Onward Fishing, í fréttatilkynningu frá Samherja. „ Við erum fyrst og fremst þakklátir réttum viðbrögðum áhafnarinnar sem kom í veg fyrir að ekki fór verr um borð í Normu“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert