Landsfundur VG síðar í mánuðinum

Katrín Jakobsdóttir formaður VG
Katrín Jakobsdóttir formaður VG mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fer fram dagana 23.-25. október en fundurinn fer að þessu sinni fram á Hótel Selfossi. 

Landsfundurinn hefst klukkan 16:15 á föstudaginn 23. október og verður slitið kl. 14:30 á sunnudeginum. Á fundinum verður stefna VG mótuð og ályktanir afgreiddar. Þá fer fram val á forystu flokksins en frestur til að skila inn framboðum til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og stjórnar rennur út kl. 22:30 á föstudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina