Gríðarmikil gróðureyðing og sandfok

Skaftárhlaupið á dögunum skildi eftir mikinn framburð, sand og jökulleir, …
Skaftárhlaupið á dögunum skildi eftir mikinn framburð, sand og jökulleir, sem situr eftir í mosanum. Ljósmynd/Áskell Þórisson

Nauðsynlegt er að bregðast við gríðarmikilli gróðureyðingu, sandfoki og svifryksmengun í Skaftárhreppi, að mati Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra.

Nýafstaðið Skaftárhlaup olli mjög miklu tjóni á grónu landi. Hlaupið flæmdist yfir um 3.000 hektara (30 km2) í byggð og líklega stærra svæði á afréttunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þett aí Morgunblaðinu í dag.

„Mesta sandfok, jarðvegs- og gróðureyðing í byggð á Íslandi er í Skaftárhreppi,“ sagði Sveinn. „Við óttumst að mikið jarðvegsrof í Eldhrauni haldi áfram. Það er oft þurrkatíð á veturna í Skaftárhreppi. Iðulega er þar mjög mikið sand- og aurfok sem leggst yfir byggðirnar í nágrenni Eldhrauns.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert