Hafnfirðingar vilja líf aftur á St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítalinn iðaði af lífi þegar best lét. Hann hefur …
St. Jósefsspítalinn iðaði af lífi þegar best lét. Hann hefur staðið auður frá árinu 2011. mbl.is/Árni Sæberg

Einhugur er í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fá líf að nýju í St. Jósefsspítala. Húsið hefur staðið autt og er í niðurníðslu síðan spítalanum var lokað árið 2011.

Hingað til hefur öllum hugmyndum og tillögum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um mögulega nýtingu á húsnæðinu verið hafnað af ríkinu, sem fer með 85% eignarhlut á móti 15% hlut Hafnarfjarðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Hafa byggingarnar verið látnar standa auðar allt frá því að starfsemi St. Jósepsspítala var lögð niður í kjölfar sameiningar við Landspítala háskólasjúkrahús. Óskum bæjarins um að fá fasteignirnar til umráða hefur hingað til sömuleiðis verið synjað af hálfu ríkisins,“ segir í greinargerð bæjarins á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert