Barn á spítala eftir slysið

Um var ræða harðan árekstur milli tveggja bifreiða á Miklubraut …
Um var ræða harðan árekstur milli tveggja bifreiða á Miklubraut síðdegis í gær mbl.is/Árni Sæberg

Kona á fertugsaldri sem flutt var á Landspítalann eftir bílslys á Miklubraut við Skeifu í gær var útskrifuð af gjörgæsludeild í dag. Barn sem var farþegi í öðrum bílnum dvelur á Barnaspítala Hringsins.

Slysið varð um kl. 16.50 í gær þegar tveir bílar lentu saman. Fjórir sjúkrabílar og einn tækjabíll frá slökkviliði voru sendir á vettvang. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar.

Frétt mbl.is: Bílslys á Miklubraut

mbl.is

Bloggað um fréttina