Ekkert óeðlilegt við heimsóknina

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í dag að hann teldi alveg augljóst að Illugi Gunnarsson hefði í starfi sínu sem menntamálaráðherra hvergi farið út fyrir það sem eðlilegt væri þegar hann kom Orku Energy á framfæri í opinberri heimsókn sinni til Kína.

„Ég sé ekki að það hafi nokkur maður sýnt fram á það að Illugi hafi í þessari heimsókn gert nokkuð annað heldur en allir aðrir í sambærilegri stöðu hefðu gert,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort hann sæi enga hagsmunaárekstra í framgöngu Illuga fyrir Orku Energy.

Illugi hefur verið gagnrýndur fyrir að tala máli Orku Energy í opinberri heimsókn í Kína í fyrra, en hann leigir íbúð sína af stjórnarformanni fyrirtækisins, sem er jafnframt náinn vinur ráðherrans.

Horfa má á viðtalið við Bjarna á vef RÚV.

Frétt mbl.is: Neitar að vera fjárhagslega háður Hauki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert